Það er víst ekki nóg að tína jurtir og lita band, það þarf að koma því á framfæri og selja til að hægt sé að halda áfram að lita meira band. Undanfarin ár hef ég verið að vinna að því að kynna jurtalitaða bandið mitt með því að fara á markaði og sýna það og […]
Category Archives: Jurtalitun og jurtirnar
Ýmis áhöld þarf að nota við jurtalitunina til að vinda upp bandið og sjóða jurtirnar og lita úr þeim. Til að auðvelt sé að lita bandið er best að vinda það upp í hespur þar sem þá tekur bandið sem jafnastan lit. Til að vinda upp hespurnar er best að nota hesputré sem snúið er […]
Jurtalitun hefur verið notuð til að bregða lit á umhverfi mannsins frá örófi alda og þekking hefur gengið milli kynslóða. Við landnám þurftu nýir íbúar landsins að læra á þær jurtir sem hér uxu en flestar þeirra þekktu þeir þó úr heimkynnum sínum og gátu nýtt sér þær á sama hátt. Jurtir eru misgóðar til […]
Ég er fædd og uppalin í sveit þar sem foreldrar mínir voru sauðfjárbændur. Ull og jurtir voru því stór hluti af lífinu í sveitinni auk þess sem móðir mín var mikil áhugamanneskja um plöntur og að þekkja þær með nöfnum og notagildi þeirra sem krydd eða te eða til matar. Á næsta bæ bjó kona […]




